Ferill 203. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 203 . mál.


Ed.

846. Breytingartillögur



við frv. til l. um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

Frá félagsmálanefnd.



1.     Við 26. gr. Niðurlag greinarinnar, frá orðunum „til Tryggingastofnunar ríkisins“, falli brott.
2.     Við 74. gr. 2. mgr. orðist svo:
.      Þátttaka ríkissjóðs í framkvæmdum, sem unnar eru á árinu 1989, skal þó miðuð við þau framlög sem eru á fjárlögum 1989.
3.     Við 75. gr. Við greinina bætist ný málsgrein er orðist svo:
.      Þegar lög þessi hafa hlotið staðfestingu skal fella þau inn í meginmál þeirra laga sem þau breyta og gefa þau lög út svo breytt.